Erlent

Námusprenging í Rússlandi grandar 38

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Kona er studd grátandi í burtu í Novokuznetsk eftir sprenginguna.
Kona er studd grátandi í burtu í Novokuznetsk eftir sprenginguna. MYND/AFP

Að minnsta kosti 38 létust og sex slösuðust í metangassprengju í rússneskri kolanámu í Síberíu í dag. Tæplega 180 manns var bjargað lifandi úr námunni eftir sprenginguna, en tveggja er enn saknað. Náman er í Kemerovo héraði. Í mars síðastliðnum létust 100 manns í sprengingu í annarri námu í héraðinu.

Slys í kolanámum eru tíð í Rússlandi. Gömlum tæknibúnaði, lágum öryggisstöðlum og tap á fjárfestingum eftir fall Sovétríkjanna er aðallega kennt um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×