Erlent

Abbas krefst vopnahlés

Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefur krafist þess að herskáir palestínumenn hætti eldflaugaárásum sínum á Ísrael. Því hafa þeir neitað. Þá fordæmdi Abbas hefndarloftárásir Ísraela en í gærkvöldi gerðu þeir árás nálægt heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu og eins helsta leiðtoga Hamas samtakanna.

Talsmenn ísraelska hersins neituðu því að hafa reynt að hitta hús Haniyeh. Yfirmaður utanríkisstefnu Evrópusambandsins, Javier Solana, sagði í gær að allir aðilar þyrftu að koma saman og binda endi á ofbeldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×