Erlent

Fær ekki að vita af andláti föður síns

Forráðamenn áströlsku útgáfu sjónvarpsþáttarins Big Brother sæta mikilli gagnrýni eftir að þeir ákváðu að segja ekki keppanda í þættinum að faðir hennar sé látinn. Keppendur í þættinum eru lokaðir inni í húsi í ákveðinn tíma og mega engin samskipti hafa við umheiminn á meðan dvöl þeirra í húsinu stendur.

Umsjónarmenn þáttarins segja þetta gert í samráði við fjölskyldu konunnar. Þeir segja að faðir hennar, sem lést úr krabbameini í síðustu viku, hafi ekki viljað koma henni úr jafnvægi. Hann hafi heldur ekki viljað að henni fyndist hún þurfa að yfirgefa húsið til þess að mæta í jarðarför hans.

Kærasti konunnar sagði hana eflaust eiga eftir að verða fyrir áfalli þegar hún kemur loks úr húsinu en að hún ætti sennilega eftir að skilja ákvörðunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×