Erlent

Fordæma myndbirtingu frá banaslysi Díönu

Háværar raddir heyrast nú í Bretlandi um að þarlend sjónvarpsstöð hætti við að sýna heimildarmynd um dauða Díönu prinsessu. Í myndinni verða sýndar áður óbirtar ljósmyndir af vettvangi þar sem prinsessan lést.

Sjónvarpsstöðin Channel 4 áformar að sýna heimildarmyndina 6. júní næstkomandi. Stöðin hefur legið undir ámæli fyrir að ganga ansi langt í myndbirtingum og framsetningu í ýmsum þáttum. Þeir eru sakaðir um að svífast einskis til að laða sjónvarpsáhorfendur að tækjunum.

Sjónvarpsstöðin Channel 4 áformar að sýna heimildarmyndina 6. júní næstkomandi. Stöðin hefur legið undir ámæli fyrir að ganga ansi langt í myndbirtingum og framsetningu í ýmsum þáttum. Þeir eru sakaðir um að svífast einskis til að laða sjónvarpsáhorfendur að tækjunum.

Dickie Arbieter fréttaritari konungsfjölskyldunnar í Bretlandi segir Vilhjálm og Harry prins hafa þurft að reyna nóg. Birting myndanna muni hafa djúpstæð áhrif á þá og þeir geti ekkert gert nema látið í ljós andstöðu sína á myndbirtingunni.

Díana lést ásam Dodi Fyed kærasta sínum í París í ágúst fyrir 10 árum síðan. Myndirnar eru teknar af frönskum ljósmyndurum strax eftir slysið. Á þeim sést Díana meðal annars fá súrefni auk þess eru ítarlegar myndir innan úr bifreiðinni.

Hugo Swire skuggaráðherra menntamála hefur hvatt Channel 4 til að endurskoða ákvörðunina um myndbirtingarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×