Erlent

Skutu Hamas liða

Óli Tynes skrifar
Ísraelskir skriðdrekar eru í viðbragðsstöðu við Gaza ströndina.
Ísraelskir skriðdrekar eru í viðbragðsstöðu við Gaza ströndina.

Ísraelskir hermenn fóru í morgun inn á Gaza ströndina og drápu þar tvo Hamas liða sem voru að skjóta eldflaugum á Ísrael. Hamas hafa staðfest að mennirnir hafi verið skotnir en segjast munu halda áfram árásum sínum á Ísrael.

Hamas liðar og aðrir herskáir Palestínumenn hafa skotið yfir 250 eldflaugum á Ísrael undanfarnar tvær vikur. Tveir Ísraelar hafa fallið í þeim árásum. Ísraelar hafa svarað fyrir sig aðallega með loftárásum sem hafa kostað yfir 40 manns lífið. Flestir þeirra hafa verið Hamas liðar.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna hefur bæðið beðið og skipað Hamas að hætta eldflaugaárásum sínum. Þeir hafa látið orð hans sem vind um eyru þjóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×