Erlent

Stöðumælasektir fyrir reiðhjól

Óli Tynes skrifar
Bæjarstjóriknn vill að fólk læri að leggja hjólunum sínum almennilega.
Bæjarstjóriknn vill að fólk læri að leggja hjólunum sínum almennilega.

Bæjarstjórinn í Fredriksberg í Danmörku vill að bæjarbúar læri að leggja hjólunum sínum almennilega. Annars verða þeir sektaðir. Mads Lebech segir að bæjarfélagið hafi í mörg ár haft starfsmanna á sínum vegum sem fari um og lagi til hjól sem fólk hefur lagt asnalega frá sér. Jafnvel það hafi ekki dugað og bæjarbúar séu orðnir þreyttir á slóðaskapnum.

Lebech hefur því sótt um leyfi til þess að vopna hjólaeftirlitsmanninn lásum. Ef hjólum er illa lagt verður þeim læst. Eigendurnir geta svo keypt þau laus fyrir einhverja fyrirfram ákveðna sekt. Dómsmálaráðherra Danmerkur hefur gefið leyfi fyrir tilraun í þessa veru, en sektarfjárhæðin hefur ekki verið ákveðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×