Erlent

Lækkun á kínverskum hlutabréfamarkaði

Aðalvísitalan á kínverska markaðnum lækkaði um 6,5 prósent í morgun eftir að stjórnvöld í Peking þrefölduðu skatta á viðskipti með hlutabréf. Markmið þeirra er að koma í veg fyrir að markaðurinn ofhitni. Engu að síður segja fjármálasérfræðingar að líklegt sé að lækkunin sé aðeins tímabundin.

Alþjóðabankinn spáir því að efnahagur Kína muni stækka um 10,4 prósent á árinu og að ekki sé búist við því að kínverski markaðurinn ofhitni. Vísitalan sem lækkaði í morgun, Shanghai vísitalan svokallaða, hefur fjórfaldast síðan í byrjun árs 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×