Erlent

Maður úrskurðaður í sóttkví vegna berkla

Bandarískir embættismenn úrskurðuðu mann með sjaldgæft og hættulegt afbrigði af berklum í sóttkví í gær.  Þetta er í fyrsta skiptið í 44 ár sem heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gefa út skipun um sóttkví. Maðurinn ferðaðist frá Atlanta í Bandaríkjunum til Parísar, þaðan til Prag og áfram til Montreal í Kanada.

Afbrigðið sem maðurinn er með er að mestu ónæmt fyrir sýklalyfjum. Yfirvöld eru nú að reyna að hafa uppi á þeim sem maðurinn ferðaðist með þar sem hann gæti hafa smitað frá sér á þeim tíma.

Berklar eru sjaldgæfir í Bandaríkjunum. Á síðasta ári voru 13.767 tilfelli (4,6 á hverja 100.000 bandaríkjamenn) og af þeim eru 1,2 prósent af völdum afbrigðis sem er ónæmt gegn flestum sýklalyfjum. Meðferð á slíku tilfelli kostar hátt upp í 30 milljónir íslenskra króna og getur tekið allt að tvö ár.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×