Erlent

Vegabréf Eichmanns fundið

Óli Tynes skrifar
Adolf Eichmann.
Adolf Eichmann.

Falsað vegabréf sem nazistaforinginn Adolf Eichmann notaði til þess að flýja til Argentínu hefur fundist í Buenos Aires. Eichmann hafði yfirumsjón með helförinni gegn Gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Hann lagði meðal annars til breytingar á gasklefunum til þess að þar væri hægt að myrða fleira fólk á skemmri tíma.

Þegar Eichmann kom til Argentínu eftir stríðið vann hann hjá Mercedes-Benz verksmiðjunum undir nafninu Ricardo Klement. Þar hafði ísraelska leyniþjónustan Mossad upp á honum. Honum var rænt og hann fluttur til Ísraels. Þar var hann dæmdur til dauða árið 1961 og tekinn af lífi árið eftir.

Vegarbéfið sem Eichmann notaði á flóttanum til Argentínu fannst fyrir tilviljun í dómsskjölum. Það var í góðu ásigkomulagi og hefur verið gefið helfararsafninu í Buenos Aires.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×