Erlent

Banvæn vanskil

Ógreiddir orkureikningar urðu til þess að slökkt var á öndunarvél nýsjálenskrar konu í vikunni með þeim afleiðingum að hún andaðist. Konan hafði verið rúmliggjandi á heimili sínu frá því í febrúar vegna hjarta- og lungnasjúkdóma. Vegna veikindanna hafði safnast um tíu þúsund króna skuld hjá orkuveitu í borginni Auckland. Þegar starfsmenn fyrirtækisins komu til að loka fyrir rafmagnið sinntu þeir andmælum ættingja konunnar í engu. Tveimur tímum síðar var hún öll. Lögregla hefur málið til rannsóknar en stjórnendur orkuveitunnar segjast harma dauðsfallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×