Erlent

Alltaf eru Danir ráðagóðir

Óli Tynes skrifar
Eigum við að skreppa inn á litla matstaðinn og fá okkur meiri bjór ?
Eigum við að skreppa inn á litla matstaðinn og fá okkur meiri bjór ?

Í lögum um reykingabann á dönskum veitingahúsum segir að ef veitingastaðurinn sé yfir 40 fermetrar, séu reykingar bannaðar. Þó er heimilt að útbúa þar sérstakt reykherbergi. Þetta gladdi mjög veitingamann á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn. Hann á veitingastað sem er 200 fermetrar. Hann er nú að innrétta 50 fermetra matsal og 150 fermetra reykherbergi.

Þjónustufólkið má ekki fara með mat eða bjór inn í risastóra reykherbergið. Reykingamennirnir mega hinsvegar fara fram til að sækja sér mat og bjór og fara með það inn í reykherbergið aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×