Erlent

Bretar samþykkja lyf gegn tóbaksfíkn

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Einum mánuði áður en tóbaksbann tekur gildi í Bretlandi hefur nýtt lyf gegn tóbaksfíkn verið samþykkt og er nú fáanlegt í gegnum heilbrigðisyfirvöld. Pillan Champix er tekin tvisvar á dag. Rannsóknir sýna að eftir 12 vikur reynist lyfið tvöfalt áhrifaríkara gegn fíkninni en nikótíntyggjó og lyfið Zyban sem fæst meðal annars á Íslandi.

Dagblaðið Independent greinir frá því að breska lyfjagæðaeftirlitið hafi gefið út leiðbeiningarbækling með lyfinu þar sem það er sagt æðra öðrum lyfjum sem komi í stað nikótíns. Champix stuðli að samfelldu bindindi og þannig sé fjármunum heilbrigðisyfirvalda vel varið.

Pillan stöðvar löngun og fráhvarfseinkenni með því að virka á sömu heilastöðvar og nikótín. Lyfið stuðlar einnig að því að ef menn hrasa og fá sér sígarettu, njóti þeir þess ekki eins og áður.

Leyfi fékkst fyrir Champix í desember síðastliðnum það er nú fáanlegt í fyrsta sinn í Bretlandi, á alþjóða reyklausa deginum sem er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×