Erlent

Yfirmaður NASA blæs á loftslagsbreytingar

Óli Tynes skrifar
Dr. Michael Griffin.
Dr. Michael Griffin. MYND/NASA

Yfirmaður bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, segir að það sé hrokafullt að skilgreina loftslagsbreytingar sem vandamál sem þurfi að takast á við. Dr. Micael Griffin lét þessi orð falla í útvarpsviðtali í Bandaríkjunum. Hann kvaðst ekki draga í efa að loftslagið væri að breytast.

Hann segir hinsvegar að með því að skilgreina það sem vandamál sé verið að ganga út frá því að loftslagið á jörðinni eins og það er nú, sé það besta mögulega. Griffin spyr hverjir ætli að taka að sér að ákveða að þetta loftslag sé það besta sem til er fyrir alla íbúa jarðarinnar. Hann telur að það þurfi talsverðan hroka til þess að taka slíkt að sér.

Þetta hefur fallið í grýttan jarðveg hjá sumum öðrum vísindamönnum. Þeir segja ummæli Griffins lýsa algjöru skilningsleysi á áhrifum loftslagsbreytinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×