Erlent

Tyrkneska þingið samþykkir umbætur á stjórnarskrá

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Ahmec Necdet Sezer forseti Tyrklands.
Ahmec Necdet Sezer forseti Tyrklands. MYND/AFP

Tyrkneska þingið samþykkti í dag umdeildar umbætur á stjórnarskrá landsins. Með því sniðgekk þingið neitun forsetans Ahmec Necdet Sezer. Hann hafði beitt neitunarvaldi gegn umbótunum sem meðal annars fela í sér að forsetinn verði kosinn beint af kjósendum, en ekki þinginu. Umbæturnar eru ætlaðar til að binda enda á pólitíska krísu í landinu.

Mikil spenna hefur ríkt milli íslamistastjórnar landsins, sem nýtur stuðnings um þriðjungs landsmanna, og hersins sem hefur sakað stjórnvöld um að vera hliðholl íslömskum öflum í samfélaginu.

Forsetinn getur ekki beitt neitunarvaldinu aftur, en hann getur farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnin heldur því fram að hún hafi mikinn stuðning almennings fyrir umbótunum og óttist því ekki atkvæðagreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×