Birgir Leifur ósáttur við fyrsta hringinn 31. maí 2007 18:08 NordicPhotos/GettyImages Birgir Leifur Hafþórsson var ekki sáttur við spilamennsku sína á fyrsta hringnum á opna velska mótinu í dag þar sem hann lauk leik á 73 höggum eða fjórum yfir pari. Í samtali við Kylfing.is sagði Birgir að hann hefði verið að missa of mörg stutt pútt og það hefði kostað sig dýrt. „Ég er ekki ánægður með hringinn. Ég var að missa of mörg stutt pútt, þar af fjögur af innan við meters færi og það er dýrt,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Kylfing.is. Hann sagði að veðrið hafi ekki verið gott í morgun, töluverður vindur og þá gekk á með skúrum. Hann sagði að völlurinn hafi leynt nokkuð á sér og það hafi verið mikilvægt að staðsetja sig vel eins og reyndar alltaf. „Vindurinn var svolítið erfiður og maður vissi varla úr hvaða átt blés inn á brautunum. Það gerði manni erfiðara fyrir í sambandi við kylfuval. Flatirnar eru yfirleitt mjög litlar og því erfitt að komast inn á þær í tilætluðum höggafjölda. Ég var oft í flatarkanti og var að vippa vel, en púttin voru ekki að detta. Ég var með 33 pútt á hringnum og það var fjórum til fimm púttum of mikið. Ég hefði verið sáttur við parið í dag og ef púttin hefðu dottið hefði ég vel átt að geta gert það. Ég lenti aldrei í neinum stórvandræðum, en eins og ég sagði þá voru það helst púttin sem voru að klikka,“ sagði hann. Birgir Leifur sagðist þurfa að leika vel á morgun ef hann ætlaði sér að fá að spila um helgina. „Það er nokkuð ljóst að ég þarf að spila vel á morgun og það er stefnan. Ég hef engan áhuga á því að fara heim eftir hringinn á morgun.“ Hann er með fjölskylduna með í Wales, „það var upplagt tækifæri að taka fjölskylduna með því það var frí hjá börnunum í skólanum.“ Birgir Leifur sagði að allir keppendur hafi verið kalliðir inn um klukkan eitt í dag vegna úrhellis rigningar. „Völlurinn fór alveg á flot og nú bíða þeir sem eiga eftir að klára hringinn eftir að það stytti upp. Það er bjart hér til tíu í kvöld svo að það ætti að takast að klára hringinn.“ sagði Birgir Leifur sem fer út á 2. hringinn klukkan rúmlega tólf á morgun og hefur þá leik á 10. teig. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson var ekki sáttur við spilamennsku sína á fyrsta hringnum á opna velska mótinu í dag þar sem hann lauk leik á 73 höggum eða fjórum yfir pari. Í samtali við Kylfing.is sagði Birgir að hann hefði verið að missa of mörg stutt pútt og það hefði kostað sig dýrt. „Ég er ekki ánægður með hringinn. Ég var að missa of mörg stutt pútt, þar af fjögur af innan við meters færi og það er dýrt,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Kylfing.is. Hann sagði að veðrið hafi ekki verið gott í morgun, töluverður vindur og þá gekk á með skúrum. Hann sagði að völlurinn hafi leynt nokkuð á sér og það hafi verið mikilvægt að staðsetja sig vel eins og reyndar alltaf. „Vindurinn var svolítið erfiður og maður vissi varla úr hvaða átt blés inn á brautunum. Það gerði manni erfiðara fyrir í sambandi við kylfuval. Flatirnar eru yfirleitt mjög litlar og því erfitt að komast inn á þær í tilætluðum höggafjölda. Ég var oft í flatarkanti og var að vippa vel, en púttin voru ekki að detta. Ég var með 33 pútt á hringnum og það var fjórum til fimm púttum of mikið. Ég hefði verið sáttur við parið í dag og ef púttin hefðu dottið hefði ég vel átt að geta gert það. Ég lenti aldrei í neinum stórvandræðum, en eins og ég sagði þá voru það helst púttin sem voru að klikka,“ sagði hann. Birgir Leifur sagðist þurfa að leika vel á morgun ef hann ætlaði sér að fá að spila um helgina. „Það er nokkuð ljóst að ég þarf að spila vel á morgun og það er stefnan. Ég hef engan áhuga á því að fara heim eftir hringinn á morgun.“ Hann er með fjölskylduna með í Wales, „það var upplagt tækifæri að taka fjölskylduna með því það var frí hjá börnunum í skólanum.“ Birgir Leifur sagði að allir keppendur hafi verið kalliðir inn um klukkan eitt í dag vegna úrhellis rigningar. „Völlurinn fór alveg á flot og nú bíða þeir sem eiga eftir að klára hringinn eftir að það stytti upp. Það er bjart hér til tíu í kvöld svo að það ætti að takast að klára hringinn.“ sagði Birgir Leifur sem fer út á 2. hringinn klukkan rúmlega tólf á morgun og hefur þá leik á 10. teig. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti