Erlent

Hart barist í Líbanon

Líbanski herinn hélt í morgun áfram árásum á palestínskar flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanons. Stjórnvöld í Beirút vilja með aðgerðum sínum knýja fram uppgjöf liðsmanna Fatah al-Islam samtakanna sem halda til í búðunum. Samtökin eru sögð nátengd al-Kaída hryðjuverkasamtökunum.

Nærri hundrað manns hafa fallið í árásum síðustu daga, þar á meðal fjölmargir almennir borgarar. Hjálparsamtök óttast um afdrif flóttamanna og segja fulltrúar Sameinuðu þjóðanna að tuttu og fimm þúsund manns úr þeirra hópi hafi þegar yfirgefið búðirnar. Talsmaður Fatah al-Islam sagði í morgun að liðsmenn þeirra ætluðu ekki að gefast upp í baráttu sinni við líbanska herinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×