Erlent

Varaforsætisráðherra Kína látinn

Húang Jú, varaforsætisráðherra Kína, lést í gær, sextíu og átta ára að aldri. Ekki hefur verið greint frá því formlega hvert banamein hans var en vitað er að hann hafði þjáðst af krabbameini síðan í fyrra.

Húang Jú var sjötti í valdaröðinni í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins og hafði umsjón með efnahags- og fjármálum. Hann var náinn samstarfsmaður Sjang Semíns, fyrrverandi forseta Kína. Ekki er búist við að andlát Húang Jú hafi mikil áhrif á efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×