Erlent

G8 mótmæli í dag

Guðjón Helgason skrifar

Mótmælendur víða að streyma nú til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda í næstu viku. 13 þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu í borginni en búist er við allt að hundrað þúsund mótmælendum í dag.

Hópurinn verður fjölbreytilegur og samastendur meðal annars af kommúnistum, anarkistum og umhverfisverndarsinnum. Málefnin sem brenna á þeim eru því æði mörg og mismunandi.

En á sama tíma og mótmælt er í Rostock komu andstæðingar nýnasista saman í nágrannabænum Schwering. Búið var að banna mótmæli sem nýnasistar höfðu boðað þar sem lögreglulið frá Schwering væri nú í Rostock. Nýnasistar héldu sig því heima en andstæðingar þeirra mættu þrátt fyrir fjarveru þeirra.

Mótmæli vegna fundi leiðtoga iðnríkjanna átta eru einnig fyrirhuguð í Lundúnum í dag og hafa mótmælendur safnast þangað í stórum hópum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×