Erlent

Lögregla og mótmælendur tókust á í Rostock

Jónas Haraldsson skrifar
MYND/AFP

Lögreglu og mótmælendum í Rostock í Þýskalandi laust saman nú um hádegi. Verið er að mótmæla fyrirhuguðum G8 fundi sem fram fer í þorpi nálægt Rostock í næstu viku.

Mótmælendur hentu steinum og flöskum í átt að lögreglumönnum í Rostock. Í upphafi voru mótmælin friðsöm. Vitni sögðu að lögregla hefði svarað með táragasi og að einhverjir hefðu verið handteknir. Að minnsta kosti 20.000 manns hafa nú safnast saman í borginni og búist er við því að mun fleiri eigi eftir að mæta á svæðið. Lögreglan telur að óeirðaseggirnir séu ekki nema um 500 til 1.000 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×