Erlent

Stuðningmenn Chavez mótmæltu Bandaríkjunum í dag

Stuðningsmenn Hugo Chavez, forseta Venesúela, fjölmenntu í miðborg Caracas, höfuðborg Venesúela, til þess að mótmæla yfirgangi og auðvaldsstefnu Bandaríkjanna í Suður-Ameríku. Þá vildu þeir líka sýna stuðning sinn við aðgerðir forsetans gegn sjónvarpsstöðvum í landinu. Chavez tók stöðina Radio Caracas Television úr loftinu þá en stöðin svaraði með því að sjónvarpa á vefsíðu YouTube í staðinn.

Ákvörðun forsetans um að endurnýja ekki útsendingarleyfi hennar hefur mætt harðri gagnrýni alþjóðasamfélagsins. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gær Chavez til þess að veita stöðinni útsendingarleyfi á nýja og hætta árásum sínum á frjálsa fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×