Erlent

Ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk

Guðjón Helgason skrifar

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra menn fyrir að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásir á John F. Kennedy flugvöll í New York. Fram kom á fréttamannafundi fyrir stundu að þrír þeirra væru í haldi en sá fjórði gengi enn laus. Sá mun vera frá Trínidad.

Mönnunum er gefið að sök að hafa lagt á ráðinu um að sprengja í loft upp eldsneytislagnir og geymslur á flugvellinum sem hefði valdið gríðarmikilli sprengingu. Einn þeirra sem er í haldi starfaði áður á flugvellinum og var handtekinn í Bandaríkjunum.

Hinir tveir voru teknir höndum á ónefndri eyju í Karíbahafinu. Er annar þeirra fyrrverandi þingmaður frá Suður-Ameríku ríkinu Guyana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×