Erlent

Dæmdi Svíum 0 - 3 sigur

Dómarinn í leik Dana og Svía dæmdi í kvöld leikinn af og lýsti Svía sigurvegara, 3 - 0. Ástæðan var að danskur áhorfandi hafði hlaupið inn á og reynt að slá til dómarans. Rétt áður en það gerðist hafði dómarinn dæmt vítaspyrnu á Danina. Þegar dómarinn dæmdi leikinn af var staðan jöfn, 3 - 3, og Danir höfðu jafnað eftir að hafa verið 0 - 3 undir eftir aðeins 26 mínútna leik.

Dómarinn tók þessa ákvörðun þar sem hann taldi ekki öruggt fyrir sig að fara aftur inn á völlinn. Formaður Knattspyrnusambands Danmerkur var þó ekki jafn sáttur við niðurstöðuna og sagði hana fullharkalega.

Hálf-Íslendingurinn Jon Dahl Tomasson sagðist skilja ákvörðun dómarans. Hann sagði ennfremur að sú hegðun sem áhorfandinn sýndi af sér ætti alls ekki heima í íþróttum.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sagði að úrslitin yrðu ekki staðfest fyrr en farið hefði verið yfir leikinn og skýrsluna frá dómaranum.

Þjálfari Dana sagði í sjónvarpsviðtali eftir leikinn að hann væri afar ósáttur við úrskurð dómarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×