Erlent

Fjórða mannsins leitað vegna fyrirhugaðra hryðjuverkaárása

Lögregla á Trínidad leitar fjórða mannsins sem ákærður var í gær fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverkaárásir í New York í Bandaríkjunum. Þrír aðrir hafa verið handteknir og ákærðir vegna málsins. Einn þeirra var handtekinn í New York - en hann er fyrrverandi starfsmaður á flugvellinum.

Hinir tveir voru teknir höndum á Trínidad - annar þaðan en hinn fyrrverandi þingmaður og borgastjóri frá Suður-Ameríkuríkinu Guyana. Mönnunum er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um að sprengja í loft upp eldsneytisleiðslur og geymslur á JFK flugvelli, sem er einn sá fjölfarnasti í heimi.

Lögregla segir mennina hafa verið komna vel á veg með áætlanagerðina en þó hafi verið langt í land með að henni væri lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×