Erlent

200 slasaðir eftir jarðskjálfta í Kína

Að minnsta kosti tveir týndu lífi og tvö hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti, sem mældist 6,4 á Richter, reið yfir Júnan-hérað í suð-vestur Kína í nótt. Upptök skjálftans voru í borginni Púer, nærri Laos og Búrma. Mörg þúsund íbúar þar og í næsta nágrenni hafa verið fluttir á brott.

Nokkrar byggingar hrundu til grunna í skjálftanum sem fannst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá upptökunum. Annar þeirra sem týndu lífi var fimm ára drengur sem varð undir braki þegar heimili fjölskyldu hans hrundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×