Erlent

Putin ætlar að beina eldflaugum á evrópsk skotmörk

Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í morgun að Rússland myndi einu sinni enn beina eldflaugum sínum á skotmörk í Evrópu ef Bandaríkjamenn myndu koma sér upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi eins og þeir ætla sér. Putin viðurkenndi reyndar í samtali við ítalska blaðið Corriere della Sera að þetta svar Rússa gæti komið af stað vopnakapphlaupi.

Hann sagði um leið að Rússland myndi ekki bera ábyrgð á afleiðingunum þar sem það hefðu verið Bandaríkjamenn sem komu því af stað. Á morgun mun Putin funda með leiðtogum G8 ríkjanna en þeirra á meðal eru Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×