Sigurpáll og Nína sigruðu á Koprunni - þriðji hringurinn blásinn af 3. júní 2007 16:02 mynd/Hörður Sveinsson Sigurpáll Geir Sveinsson og Nína Björk Geirsdóttir, bæði úr GKj, sigruðu á Kaupþingsmótinu á Korpunni í dag. Fyrirhugað var að leika þrjá hringi í mótinu, en vegna verðurs ákvað mótstjórn að blása þriðja hringinn af og því voru 36 holur látnar gilda.Sigurpáll lék hringinn í dag á 70 höggum eða 2 höggum undir pari og lauk 36 holum á samtals 2 höggum yfir pari. Ottó Sigurðsson, Magnús Lárusson og Örn Ævar Hjartarson urðu jafnir í 2.-4. sæti á samtals 8 höggum yfir pari.Ottó Sigurðsson, sem var með forystu eftir fyrsta hringinn ásamt Sigmundi Einari Mássyni og Alfreð Kristinssyni, lék hringinn í dag á 78 höggum. Sigmundur lék á 80 höggum í dag og Alfreð á 82 höggum. Nína Björk er að sigra á stigamóti í fyrsta sinn, en oft hefur hún lent í öðru og þriðja sæti. Hún var einu höggi á undan Ragnhildi Sigurðardóttur, sem varð önnur. Hin unga og efnilega, Signý Arnórsdóttir úr GK, hafnaði í þriðja sæti og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemst á verðlaunapall í stigamóti fullorðinna.Bætt hefur töluvert í vindinn eftir því sem liðið hefur á daginn og þá hafa komið miklar skúrir. Veðurstofan spáir að veðrið muni verða svipað það sem eftir er dags. Þetta er annað mótið í röð sem mótstjórn fellir niður lokahringinn á Kaupþingsmótaröðinni vegna veðurs.www.kylfingur.is Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sigurpáll Geir Sveinsson og Nína Björk Geirsdóttir, bæði úr GKj, sigruðu á Kaupþingsmótinu á Korpunni í dag. Fyrirhugað var að leika þrjá hringi í mótinu, en vegna verðurs ákvað mótstjórn að blása þriðja hringinn af og því voru 36 holur látnar gilda.Sigurpáll lék hringinn í dag á 70 höggum eða 2 höggum undir pari og lauk 36 holum á samtals 2 höggum yfir pari. Ottó Sigurðsson, Magnús Lárusson og Örn Ævar Hjartarson urðu jafnir í 2.-4. sæti á samtals 8 höggum yfir pari.Ottó Sigurðsson, sem var með forystu eftir fyrsta hringinn ásamt Sigmundi Einari Mássyni og Alfreð Kristinssyni, lék hringinn í dag á 78 höggum. Sigmundur lék á 80 höggum í dag og Alfreð á 82 höggum. Nína Björk er að sigra á stigamóti í fyrsta sinn, en oft hefur hún lent í öðru og þriðja sæti. Hún var einu höggi á undan Ragnhildi Sigurðardóttur, sem varð önnur. Hin unga og efnilega, Signý Arnórsdóttir úr GK, hafnaði í þriðja sæti og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemst á verðlaunapall í stigamóti fullorðinna.Bætt hefur töluvert í vindinn eftir því sem liðið hefur á daginn og þá hafa komið miklar skúrir. Veðurstofan spáir að veðrið muni verða svipað það sem eftir er dags. Þetta er annað mótið í röð sem mótstjórn fellir niður lokahringinn á Kaupþingsmótaröðinni vegna veðurs.www.kylfingur.is
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira