Erlent

Tugthúsmyndin af París

Óli Tynes skrifar
Bókurnarmyndin af París, í tugthúsinu.
Bókurnarmyndin af París, í tugthúsinu.
Þegar fólk er sett í tugthús er venjan að taka af því ljósmyndir fyrir fangaskrána. Það var auðvitað gert þegar París Hilton kom í fangelsið í dag til þess að afplána 23 daga fangelsisvist í dag. Og líklega er þetta flottasta fangaportrett sem lengi hefur verið tekið af nýjum fanga í Lynwood fangelsinu í Kaliforníu. Smellið á "meira" til þess að sjá myndina af París.

París fékk fangelsisdóm fyrir að rjúfa skilorð um akstur. Hún hafði verið tekin undir áhrifum. Henni varð illa við þegar hún fékk fangelsisdóm og virtist sem heimur hennar hefði hrunið.

Undanfarið hefur tátan þó verið að braggast. Þeir sem sáu hana koma til fangelsisins segja að þótt hún hafi ekki beinlínis borið höfuðið hátt, hafi hún virst róleg og yfirveguð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×