Erlent

Með samúðarkveðjum -bin Laden

Óli Tynes skrifar
Osama bin Laden
Osama bin Laden

Bróðir talibanaforingja sem féll í Afganistan í maí, segist hafa fengið samúðarbréf frá Osama bin Laden. Mullah Dadullah féll í árás Bandaríkjamanna. Fall hans er talið mesta áfall sem talibanar hafa orðið fyrir síðan þeim var steypt af stóli árið 2001.

Bróðir hans Mansour Dadullah segir að í bréfinu frá bin Laden hafi hann verið hvattur til þess að feta í fótspor bróður síns.

Mansour segir að hann hafi á móti hvatt bin Laden til þess að vera áfram í felum og senda þaðan tilskipanir til þess að halda al Kæda við efnið. Bæði í Afganistan og annarsstaðar í heiminum. Talið er að Osama bin Laden sé í felum í fjöllunum á landamærum Afganistans og Pakistans.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×