Stjóri McLaren vorkennir Raikkönen 7. júní 2007 16:02 Kimi Raikkönen AFP Ron Dennis, stjóri McLaren liðsins í Formúlu 1, segist vorkenna fyrrum ökumanni sínum Kimi Raikkönen sem gekk í raðir Ferrari fyrir tímabilið. Finninn byrjaði vel og náði sigri í sinni fyrstu keppni fyrir Ferrari, en síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá honum. "Kimi er vinur minn og ég sé að hann á erfitt uppdráttar," sagði Dennis sem var yfirmaður Finnans í fimm ár. "Ég lít á hann sem vin minn en ekki keppinaut og það er erfitt að sjá vini sína eiga erfitt uppdráttar," sagði Dennis. Raikkönen vann góðan sigur í ástralska kappakstrinum í vor en hefur síðan þurft að horfa upp á draumaliðsmennina Lewis Hamilton og heimsmeistarann Fernando Alonso hjá McLaren stinga sig af í stigatöflunni. Raikkönenn þurfti að hætta í spænska kappakstrinum og lenti í óhappi í síðustu keppni í Mónakó. Þá er félagi hans Felipe Massa hjá Ferrari þegar kominn tíu stigum framúr honum í keppni ökuþóra. Næsta keppni í Formúlu 1 fer fram í Kanada um helgina. Staða ökuþóra: 1. Fernando Alonso - McLaren 38 stig 2. Lewis Hamilton - McLaren 38 stig 3. Felipe Massa - Ferrari 33 stig 4. Kimi Raikkönen - Ferrari 23 stig 5. Nick Heidfeld - BMW 18 stig Staða bílasmiða: 1. McLaren 76 stig 2. Ferrari 56 stig 3. BMW Sauber 30 stig 4. Renault 16 stig Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ron Dennis, stjóri McLaren liðsins í Formúlu 1, segist vorkenna fyrrum ökumanni sínum Kimi Raikkönen sem gekk í raðir Ferrari fyrir tímabilið. Finninn byrjaði vel og náði sigri í sinni fyrstu keppni fyrir Ferrari, en síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá honum. "Kimi er vinur minn og ég sé að hann á erfitt uppdráttar," sagði Dennis sem var yfirmaður Finnans í fimm ár. "Ég lít á hann sem vin minn en ekki keppinaut og það er erfitt að sjá vini sína eiga erfitt uppdráttar," sagði Dennis. Raikkönen vann góðan sigur í ástralska kappakstrinum í vor en hefur síðan þurft að horfa upp á draumaliðsmennina Lewis Hamilton og heimsmeistarann Fernando Alonso hjá McLaren stinga sig af í stigatöflunni. Raikkönenn þurfti að hætta í spænska kappakstrinum og lenti í óhappi í síðustu keppni í Mónakó. Þá er félagi hans Felipe Massa hjá Ferrari þegar kominn tíu stigum framúr honum í keppni ökuþóra. Næsta keppni í Formúlu 1 fer fram í Kanada um helgina. Staða ökuþóra: 1. Fernando Alonso - McLaren 38 stig 2. Lewis Hamilton - McLaren 38 stig 3. Felipe Massa - Ferrari 33 stig 4. Kimi Raikkönen - Ferrari 23 stig 5. Nick Heidfeld - BMW 18 stig Staða bílasmiða: 1. McLaren 76 stig 2. Ferrari 56 stig 3. BMW Sauber 30 stig 4. Renault 16 stig
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira