Bush í Róm Guðjón Helgason skrifar 9. júní 2007 12:12 Bush, Bandaríkjaforseti, kom í Vatíkanið í Róm í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Bush mun einnig funda með Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Leynifangelsi og fangaflug verða ekki rædd við Prodi þó réttarhöld tengd séu hafin á Ítalíu. Bush er á ferð um Evrópu. Hann fór til Póllands í gær eftir að fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims lauk í Heiligendamm í Þýskalandi. Þar fundaði hann með Lech Kaczynski, forseta Póllands, um eldfalugavarnarkefið sem Bandaríkjamenn vilja reisa þar og í Tékklandi. Kerfið var til umræðu á fundi Bush og Pútíns Rússlandsforseta í Heiligendamm í fyrradag. Kaczynksi lagði áherslu á að Pólverjar væru fylgjandi kerfinu og að Rússar þyrftu ekki að hræðast það. Frá Póllandi hélt Bush til Ítalíu. Fyrst heimsóttu hann og kona hans Laura, Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu, og konu hans í forsetahöllinni í Róm. Þá héldu þau í Páfagarð þar sem forsetinn fundaði í fyrsta sinn með Benedikt sextánda páfa. Vel fór á með þeim. Þeir eru sagðir á einu máli þegar kemur að andstöðu við fóstureyðingar, líknardráp og hjónabönd samkynhneigðra. En þegar kemur að Íraksstríðinu gegnir öðru máli. Talið var fyrir fundinn að páfi myndi leggja áherslu á vanda kristinna manna í Írak. Bush fundar síðar í dag með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, en síðast hittust þeir á fundinum í Heiligendamm. Prodi segir fangaflug og leynifangelsi ekki verða á dagskrá þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins um þann rekstur frá í gær. Málið brennur á Ítölum í ljósi þess að réttarhöld vegna svokallaðra sértækra flutninga bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hófust í Mílanó í gær. 26 Bandaríkjamenn, allir hermenn eða njósnarar CIA, og 6 Ítalar eru ákærðir fyrir að hafa rænt múslima klerk á Ítalíu og sent hann til Egyptalands þar sem hann mun hafa verið pyntaður. Réttað verður yfir Bandaríkjamönnunum að þeim fjarverandi. Búist er við mótmælum í Róm vegna heimsóknar Bush og tíu þúsund lögreglumenn því á vakt í miðri Rómarborg. Erlent Fréttir Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Bush, Bandaríkjaforseti, kom í Vatíkanið í Róm í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Bush mun einnig funda með Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Leynifangelsi og fangaflug verða ekki rædd við Prodi þó réttarhöld tengd séu hafin á Ítalíu. Bush er á ferð um Evrópu. Hann fór til Póllands í gær eftir að fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims lauk í Heiligendamm í Þýskalandi. Þar fundaði hann með Lech Kaczynski, forseta Póllands, um eldfalugavarnarkefið sem Bandaríkjamenn vilja reisa þar og í Tékklandi. Kerfið var til umræðu á fundi Bush og Pútíns Rússlandsforseta í Heiligendamm í fyrradag. Kaczynksi lagði áherslu á að Pólverjar væru fylgjandi kerfinu og að Rússar þyrftu ekki að hræðast það. Frá Póllandi hélt Bush til Ítalíu. Fyrst heimsóttu hann og kona hans Laura, Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu, og konu hans í forsetahöllinni í Róm. Þá héldu þau í Páfagarð þar sem forsetinn fundaði í fyrsta sinn með Benedikt sextánda páfa. Vel fór á með þeim. Þeir eru sagðir á einu máli þegar kemur að andstöðu við fóstureyðingar, líknardráp og hjónabönd samkynhneigðra. En þegar kemur að Íraksstríðinu gegnir öðru máli. Talið var fyrir fundinn að páfi myndi leggja áherslu á vanda kristinna manna í Írak. Bush fundar síðar í dag með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, en síðast hittust þeir á fundinum í Heiligendamm. Prodi segir fangaflug og leynifangelsi ekki verða á dagskrá þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins um þann rekstur frá í gær. Málið brennur á Ítölum í ljósi þess að réttarhöld vegna svokallaðra sértækra flutninga bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hófust í Mílanó í gær. 26 Bandaríkjamenn, allir hermenn eða njósnarar CIA, og 6 Ítalar eru ákærðir fyrir að hafa rænt múslima klerk á Ítalíu og sent hann til Egyptalands þar sem hann mun hafa verið pyntaður. Réttað verður yfir Bandaríkjamönnunum að þeim fjarverandi. Búist er við mótmælum í Róm vegna heimsóknar Bush og tíu þúsund lögreglumenn því á vakt í miðri Rómarborg.
Erlent Fréttir Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira