Frábær lokahringur hjá Birgi Leifi 10. júní 2007 16:47 Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék lokahringinn á Opna austurríska mótinu í Vínarborg í dag á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann er sem stendur í 18. sæti á samtals 8 höggum undir pari. Birgir lék engan hring yfir pari í mótinu og verður það að teljast frábær árangur (70-71-68-67). Hann var fyrir mótið í 163. sæti á peningalistanum og ætti með þessum árangri að hækka sig um 15-20 sæti. Birgir Leifur fékk aðeins einn skolla á hringnum og kom hann á fyrstu braut. Síðan fékk hann fimm fugla, á 3., 6., 8., 9. og 15. holu. Hann fékk samtals 17 fugla á 72 holum, 46 pör og 9 skolla. Ljóst er að þetta er næst besti árangur hans á Evrópumótaröðinni, en besti árangur hans er 11. sæti á Opna ítalska mótinu í Mílanó. Þetta er tíunda mótið sem hann tekur þátt í á Evrópumótaröðinni í ár og hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn á sjö þeirra. Hann var fyrir mótið í 163. sæti á peningalistanum, en eins og áður segir ætti hann að færast ofar eftir mótið í dag. Sjá nánar á kylfingur.is Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék lokahringinn á Opna austurríska mótinu í Vínarborg í dag á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann er sem stendur í 18. sæti á samtals 8 höggum undir pari. Birgir lék engan hring yfir pari í mótinu og verður það að teljast frábær árangur (70-71-68-67). Hann var fyrir mótið í 163. sæti á peningalistanum og ætti með þessum árangri að hækka sig um 15-20 sæti. Birgir Leifur fékk aðeins einn skolla á hringnum og kom hann á fyrstu braut. Síðan fékk hann fimm fugla, á 3., 6., 8., 9. og 15. holu. Hann fékk samtals 17 fugla á 72 holum, 46 pör og 9 skolla. Ljóst er að þetta er næst besti árangur hans á Evrópumótaröðinni, en besti árangur hans er 11. sæti á Opna ítalska mótinu í Mílanó. Þetta er tíunda mótið sem hann tekur þátt í á Evrópumótaröðinni í ár og hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn á sjö þeirra. Hann var fyrir mótið í 163. sæti á peningalistanum, en eins og áður segir ætti hann að færast ofar eftir mótið í dag. Sjá nánar á kylfingur.is
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira