Hamilton með fyrsta sigurinn í sinni sjöttu keppni 10. júní 2007 19:14 Hamilton hefur verið á verðlaunapalli í öllum mótum ársins AFP Hinn magnaði Breti Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag jómfrúarsigur sinn í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í Kanadakappakstrinum í Montreal. Hamilton var á ráspól í dag og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Nokkur ljót óhöpp urðu í kappakstrinum og var Pólverjinn Robert Kubica hjá BMW heppinn að sleppa lifandi eftir gríðarlega harðan árekstur. Lewis Hamilton er aðeins 22 ára gamall og hefur nú náð átta stiga forystu í keppni ökuþóra í mótinu í ár, en heimsmeistarinn og félagi hans hjá McLaren Fernando Alonso - varð að láta sér lynda sjöunda sætið í dag. Öryggisbílar þurftu að skerast í leikinn oftar en einu sinni í keppninni og hafði það mikil áhrif á lokaniðurstöðuna. Nick Heidfeld hjá BMW varð annar í dag og þriðji varð Alexander Wurz á Williams. Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hinn magnaði Breti Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag jómfrúarsigur sinn í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í Kanadakappakstrinum í Montreal. Hamilton var á ráspól í dag og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Nokkur ljót óhöpp urðu í kappakstrinum og var Pólverjinn Robert Kubica hjá BMW heppinn að sleppa lifandi eftir gríðarlega harðan árekstur. Lewis Hamilton er aðeins 22 ára gamall og hefur nú náð átta stiga forystu í keppni ökuþóra í mótinu í ár, en heimsmeistarinn og félagi hans hjá McLaren Fernando Alonso - varð að láta sér lynda sjöunda sætið í dag. Öryggisbílar þurftu að skerast í leikinn oftar en einu sinni í keppninni og hafði það mikil áhrif á lokaniðurstöðuna. Nick Heidfeld hjá BMW varð annar í dag og þriðji varð Alexander Wurz á Williams.
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira