Erlent

Sonur Gaddafi segir lausn í sjónmáli

Sonur Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, sagði í morgun að sex erlendir heilbrigðisstarfsmenn sem eru í haldi í landinu, dæmdir fyrir að hafa viljandi smitað rúmlega 400 börn af HIV, myndu hugsanlega komast til síns heima á næstunni.

Miklar viðræður hafa verið í gangi á milli fulltrúa Evrópusambandsins og Líbýu vegna málsins. Fimm af heilbrigðisstarfsmönnunum eru frá Búlgaríu og einn frá Palestínu. Þeir segja allir að þeir hafi verið pyntaðir til þess að játa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt landið þrýstingi vegna málsins og reynt að fá fólkið laust.

Sjálfstæðir og erlendir rannsóknaraðilar komust nýverið að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að sanna að læknirinn og hjúkrunarfólkið hefði smitað börnin. Þau hefðu sennilega þegar verið smituð þegar fólkið kom til landsins. Þau vilja meina að stjórnvöld hafi notað fólkið sem blóraböggla til þess breiða yfir galla í heilbrigðiskerfi landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×