Stórsigur Sarkozys Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 12:30 Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. Seinni umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn og verður þá kosið aftur milli tveggja efstu frambjóðenda í þeim kjördæmum þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í gær. Einnig er kosið aftur þar sem kjörsókn var undir 25%. Miðað við niðurstöður gærdagsins er því spáð að UNP flokkur Sarkozys forseta og flokkar í bandalagi með honum fái samanlagt á bilinu 400 til 500 þingsæti af 577 í neðri deild franska þingsins. Það er töluvert stærri meirihluti en var. Þetta yrði í fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi sem þingmeirihluti á franska þinginu fær endurnýjað umboð í kosningum. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja allt útlit fyrir að kjósendur veiti Frakklandsforsetanum nýkjörna óskorað vald til að hrinda í framkvæmd áformum sínum um að lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann skerða verkfallsrétt og takmarka áhrifavald verkalýðsfélaga þannig að hægt verði til að mynda að tryggja lágmarks þjónustu þó til verkfalla komi í þjónustugreinum hvers konar. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í fyrri umferðinni í gær var rétt rúm 60%, og hefur ekki mælst minni í fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi. Kjósendur segja spennu fyrir kosningarnar hafa verið í lágmarki. Allt stefnir í að sósíalistar tapi fjölmörgum þingsætum og því má búast við að Francois Hollande, leiðtogi þeirra á þingi, víki og Segolene Royal, sem tapaði fyrir Sarkozy í forsetakosningunum í vor, taki við. Royal sagði í morgun að sósíalistar myndu nú biðla til miðjumannsins Francois Bayrou, sem varð þriðji í forsetakosningunum, í lokatilraun til að koma í veg fyrir að UMP flokkur Sarkozy myndi meirihluta á þingi. Erlent Fréttir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. Seinni umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn og verður þá kosið aftur milli tveggja efstu frambjóðenda í þeim kjördæmum þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í gær. Einnig er kosið aftur þar sem kjörsókn var undir 25%. Miðað við niðurstöður gærdagsins er því spáð að UNP flokkur Sarkozys forseta og flokkar í bandalagi með honum fái samanlagt á bilinu 400 til 500 þingsæti af 577 í neðri deild franska þingsins. Það er töluvert stærri meirihluti en var. Þetta yrði í fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi sem þingmeirihluti á franska þinginu fær endurnýjað umboð í kosningum. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja allt útlit fyrir að kjósendur veiti Frakklandsforsetanum nýkjörna óskorað vald til að hrinda í framkvæmd áformum sínum um að lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann skerða verkfallsrétt og takmarka áhrifavald verkalýðsfélaga þannig að hægt verði til að mynda að tryggja lágmarks þjónustu þó til verkfalla komi í þjónustugreinum hvers konar. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í fyrri umferðinni í gær var rétt rúm 60%, og hefur ekki mælst minni í fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi. Kjósendur segja spennu fyrir kosningarnar hafa verið í lágmarki. Allt stefnir í að sósíalistar tapi fjölmörgum þingsætum og því má búast við að Francois Hollande, leiðtogi þeirra á þingi, víki og Segolene Royal, sem tapaði fyrir Sarkozy í forsetakosningunum í vor, taki við. Royal sagði í morgun að sósíalistar myndu nú biðla til miðjumannsins Francois Bayrou, sem varð þriðji í forsetakosningunum, í lokatilraun til að koma í veg fyrir að UMP flokkur Sarkozy myndi meirihluta á þingi.
Erlent Fréttir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira