Erlent

Kyrkti ástfangna dóttur sína

Óli Tynes skrifar
Svokölluð heiðursmorð eru framin ef kona er talin hafa skert heiður fjölskyldunnar.
Svokölluð heiðursmorð eru framin ef kona er talin hafa skert heiður fjölskyldunnar.

Kúrdiskur maður var sakfelldur í Lundúnum í dag fyrir að kyrkja tvítuga dóttur sína. Hún hafði yfirgefið eiginmann sinn og síðar orðið ástfangin af öðrum manni. Faðirinn myrti hana fyrir að óvirða heiður fjölskyldunnar. Líki hennar var troðið í ferðatösku og flutt til Birmingham þar sem það var grafið í bakgarði.

Banaz Mahmod var neydd til þess að giftast íröskum Kúrda þegar hún var sautján ára gömul. Hjónabandið rann út í sandinn og hún flutti aftur heim til foreldra sinna árið 2005.

Hún varð svo ástfangin af örðum manni. Þá var skotið á fjölskylduráðstefnu og ákveðið að myrða hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×