Erlent

2 starfsmenn Rauða krossins týndu lífi

Guðjón Helgason skrifar
Nahr al-Bared flóttamannabúðir Palestínumanna í Líbanon.
Nahr al-Bared flóttamannabúðir Palestínumanna í Líbanon. MYND/AP

Tveir líbanskir starfsmenn Rauða krossins týndu lífi í átökum við Nahr al-Bared flóttamannabúðir Palestínumanna í norðurhluta Líbanons í dag. Líbanski herinn hefur barist þar við liðsmenn herskáu samtakanna Fatah al-Islam sem halda til í búðunum. Almennir borgarar hafa orðið illa úti í átökunum en herinn hefur skotið stíft á búðirnar.

Fulltrúar Rauða krossins voru að flytja almenna borgara á brott frá búðunum þegar skotið var á hópinn á tveir féllu. Rúmlega hundrað og tuttugu manns hafa fallið í átökunum síðan þau hófust síðla í maí. Þetta eru verstu innanlandsátök í Líbanon frá því borgarastyrjöld þar lauk 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×