Erlent

Heitt í Pakistan

Guðjón Helgason skrifar

Það er erfitt að lifa í Pakistan þessa dagana. Ekki vegna átaka heldur hita. Hitabylgja hefur gengið yfir landið og hiti mælst mestur fimmtíu og tvær gráður. Tugir manna háfa dáið af völdum hitans. Áætlað er að heitt verði víða um Pakistan fram eftir vikunni.

Rafmagn hefur farið af sumstaðar og því ekki hægt að treysta á loftkælingu. Hitinn leikur þó ekki bara mannfólkið grátt. Dýrin í dýragarðinum í Lahore eru að leka niður og einnig hestarnir sem eru látnir draga kerrur á vegum landsins. Þeir sem græða mest á hitabylgjunni eru þeir sem selja ís og svaladrykki - sumarið verður líkast til gott hjá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×