Erlent

Fyrrverandi hermaður fær greiddar bætur

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Breskur fyrrverandi hermaður sem lamaðist frá mitti eftir að hafa lent í bílslysi við skyldustörf hefur verið verið dæmdar fjórar milljónir punda í bætur. Maðurinn sem var í Land Rover bifreið sem valt fór í mál við varnarmálaráðuneytið.

Meiðsli mannsins höfðu verið metin á 5.2 milljónir punda en þar sem maðurinn var ekki í bílbelti ákvað dómstóll í London að dæma honum 80% af þeirri upphæð.

Maðurinn lamaðist frá mitti og hefur orðið fyrir einhverjum heilaskemmdum og hefur þurft aðhlynnun allan sólarhringinn frá slysinu, sem gerðist í ágúst 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×