Erlent

Hæstiréttur Suður Karólínu hafnar vörn unglingspilts

Aron Örn Þórarinsson skrifar
CBS

Hæstiréttur Suður Karólínu í Bandaríkjunum hefur hafnað vörn hins 18 ára gamla Christopher Pittman sem að skaut ömmu sína og afa til bana áður en hann kveikti í húsi þeirra. Pittman framdi ódæðið árið 2001, þegar hann var aðeins 12 ára gamall.

Hæstiréttur hafnaði vörn lögmanna Pittmans sem fólst í því að Pittman hafi óviljugur verið á þunglyndislyfinu Zoloft, sem gerði það að verkum að hann vissi ekki muninn á röngu eða réttu.

Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum á sínum tíma, og vakti það mikla reiði þegar Pittman var í varðhaldi í þrjú ár áður en réttað var yfir honum. Pittman var 15 ára þegar hann var dæmdur og þarf hann að sitja í fangelsi í 30 ár fyrir verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×