Erlent

Þjóðstjórnin hugsanlega fallin

Guðjón Helgason skrifar

Leiðtogar Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, ákveða það á næstu klukkustundum hvort gengið verði út úr þjóðstjórn landsins aðeins þremur mánuðum eftir að hún var skipuð. Það var í mars síðastliðnum sem stjórn Fatah og Hamas tók við völdum og var með henni ætlunin að binda enda á átök fylkinganna. Síðan þá hefur komið til bardaga millið liðsmanna hreyfinganna og margir fallið.

Vopnahlé tók gildi í gær en samt féllu minnst fjórtán í átökum síðasta sólahring. Til harðra átaka kom svo í morgun nærri búðum öryggissveita FAtah í Gaza-borg þegar Hamas liðar gerðu árás. Um svipað leyti gerðu liðsmenn Fatah áhlaup á sjónvarpsstöð Hamas og stöðvuðu útsendinga. Óttast er að borgarastyrjöld brjótist út milli fylkinganna nú þegar framtíð þjóðstjórnar er í fullkominni óvissu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×