Erlent

Fatah hættir stjórnmálasamstarfi við Hamas

Fatah hreyfingin tilkynnti í nótt að hún muni hætta þátttöku í ríkisstjórnarfundum þangað til að vopnahlé hefur komist á á Gaza svæðinu. Mikil átök hafa verið á milli Fatah og Hamas síðan á mánudaginn en 34 hafa látið lífið í átökunum.

Í gær réðist Hamas gegn höfuðstöðvum Fatah í norðurhluta Gaza og á sama tíma var eldflaugum skotið á heimili leiðtoga fylkinganna tveggja. Egypskir samningamenn, sem hafa samið um undanfarin vopnahlé, segja að svo virðist sem fylkingarnar hafi ekki lengur áhuga á vopnahléi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×