Erlent

Ahmadinejad segir ekkert stöðva Íran

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í morgun að hann hefði ekki áhyggjur af frekari samþykktum Sameinuðu þjóðanna varðandi kjarnorkuáætlun landsins og að hann myndi ekki leyfa Vesturlöndum að koma í veg fyrir vísindaframfarir.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt tvær ályktanir gegn Íran og kjarnorkuáætlun þess. Vesturlönd hafa hótað þriðju samþykktinni og enn harðari refsiaðgerðum en ekkert virðist duga. Þau telja að Íranar ætli sér að búa til kjarnorkuvopn en því neita Íranar staðfastlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×