Erlent

Keyrði fullur niður Spænsku tröppurnar

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Spænsku tröppurnar í Róm eru vinsælar
Spænsku tröppurnar í Róm eru vinsælar AFP

Ungur maður var handtekinn í Róm fyrir að keyra niður Spænsku tröppurnar. Tröppurnar eru á meðal vinsælustu staða í Róm fyrir ferðamenn að skoða, og þar er meðal annars bannað að drekka og syngja.

Maðurinn, sem er ættaður frá Kólumbíu, tók vinstri beygju hjá Trinita dei Monti kirkjunni sem er staðsett efst við tröppurnar, og keyrði þar niður tröppurnar. Áfengismagn í manninum mældist langt yfir leyfilegum mörkum og talið er að hann hafi haldið að tröppurnar væru vegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×