Erlent

Baráttan harðnar á milli McCain og Romney

Vera Einarsdóttir skrifar
John McCain
John McCain MYND/AFP

John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana, gagnrýnir kosningabaráttu flokksbróðurs síns Mitt Romney. Hann segir afstöðu hans til fóstureyðinga misvísandi. Romney hefur greint frá því að hann vilji engu breyta um fóstureyðingarlög einstakra fylkja og er hlynntur réttinum til fóstureyðinga.

McCain bendir á að þessu haldi Romney fram á sama tíma og hann greiddi nýverið atkvæði gegn því að auka stofnfrumurannsóknir, með þeim rökum að bera þurfi virðingu fyrir mannslífum. Romney hefur einnig greint frá því að þó hann sé hlynntur núgildandi lögum um fóstureyðingar þá sé hann persónulega á móti þeim og var lengi vel alfarið á móti þeim. McCain hefur aftur á móti mjög skýra afstöðu til fóstureyðinga. Hann á 24 ára met í þinginu í því að greiða atkvæði gegn fóstureyðingum.

Frambjóðendurnir sækjast báðir eftir útnefningu repúblikanaflokksins. Þeir keppast við að skýra línur sínar og ljóst er að farið er að hitna í kolunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×