Erlent

Norður-Kórea fær aðgang að fjármunum sínum

Millifærsla á fjármunum í eigu ríkisstjórnar Norður-Kóreu frá banka á Macau mun hefjast síðar í dag. Millifærslan var lykilatriði í afvopnunarsamningum landsins við Bandaríkin. Bandaríkjamenn frystu féð seint árið 2005. Norður-Kórea neitaði að loka kjarnorkustöð sinni án þess að fá fyrst aðgang að fénu en um 25 milljónir dollara er að ræða.

Rússar spiluðu lykilhlutverk í því að leysa deiluna en þeir sáu um að finna banka sem gat séð um millifærsluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×