Erlent

Fulltrúadeildin samþykkir skotvopnafrumvarp

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem mun leiða til þess að frekari bakgrunnsupplýsinga verður leitað um þá sem ætla sér að kaupa skotvopn. Ef öldungadeildin samþykkir einnig frumvarpið verður það fyrsta stóra skotvopna-frumvarpið sem samþykkt er í 13 ár.

Frumvarpið var samið eftir skotárásirnar í Virgina Tech háskólanum þar sem 32 létu lífið. Árásarmanninum tókst þá að verða sér úti um skotvopn þrátt fyrir að eiga við geðræn vandamál að stríða. Frumvarpið kemur í veg fyrir að slíkt geti gerst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×