Erlent

Leifar risastórrar vængjaðrar risaeðlu finnast

Steingerðar leifar risastórrar vængjaðrar risaeðlu hafa fundist í innri Mongólíu í Kína. Venjulega er talið að eftir því sem risaeðlurnar þróuðust í fugla hafi þær orðið minni.

Sú sem fannst nú var hins vegar um eitt og hálft tonn að þyngd og er um 35 sinnum stærri en aðrar svipaðar sem fundist hafa. Risaeðlan var átta metra löng og ríflega þriggja metra há við öxl. Hún hefur bæði einkenni þess að hafa borðað kjöt og plöntur.

Fréttavefur BBC skýrir frá þessu í dag.

Hægt er að sjá samanburðarmynd af manni og risaeðlunni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×