Erlent

Forseti Víetnam heimsækir Bandaríkin

Forseti Víetnam heimsækir Bandaríkin í dag en það verður fyrsta heimsókn víetnamsks þjóðhöfðingja þangað síðan stríðinu í Víetnam lauk. Ástæðan eru viðskiptahagsmunir en fyrrum andstæðingarnir eiga í sífellt meiri viðskiptum. Einnig verður rætt um mannréttindamál.

Þá munu afleiðingar og áhrif eiturefnis sem Bandaríkjamenn notuðu í Víetnamstríðinu verða rædd. Bandaríkjamenn spreyjuðu frumskóga með efni sem kallað var „Agent Orange“ en díoxín er virki þáttur þess. Það átti að verða til þess að tréin myndu fella lauf sín sem átti að auðvelda leitina að skæruliðum VíetKong.

Talið er að þrjár milljónir Víetnama hafi beðið skaða vegna áhrifa efnisins en Bandaríkjamenn hafa neitað að viðurkenna að nokkur tengsl séu á milli notkunar þeirra á efninu og ástands milljónanna þriggja.

Heimsókn forsetans til Bandaríkjanna mun standa yfir í sex daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×