Erlent

Forseti Tyrklands beitti neitunarvaldi

Ahmet Necdet Sezer, forseti Tyrklands.
Ahmet Necdet Sezer, forseti Tyrklands. MYND/AFP

Forseti Tyrklands beitti í gær neitunarvaldi gegn frumvarpi sem hefði flýtt þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að almenningur myndi kjósa forseta landsins. Stjórnarflokkurinn AK lagði frumvarpið fram eftir að honum mistókst að kjósa eigin frambjóðanda, en hingað til hafa þingmenn kosið forseta landsins.

Stjórnarandstöðuþingmenn segja að nýja frumvarpið sé í andstöðu við stjórnkerfið í Tyrklandi en sterk hefð er fyrir því að skilja trúmál frá stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×