Erlent

Bankaræningjar halda fjórum í gíslingu

Jónas Haraldsson skrifar
MYND/AP

Fjórir einstaklingar eru í haldi bankaræningja í banka í úthverfi suður af París. Um tvo starfsmenn og tvo viðskiptavini er að ræða. Tveir ræningjar fóru inn í bankann klukkan átta í morgun að íslenskum tíma.

Starfsmenn staðfestu að fjórum væri haldið í gíslingu en þegar fyrstu fréttir bárust voru sex manns í haldi. Bankaræningjarnir slepptu tveimur þeirra.

Bankinn er við markaðinn í Rungis, sem sér um heildsölu á flestum matvörum fyrir París. Lögreglan er komin á staðinn en hún hefur ekkert viljað segja um málið. Sérsveit frönsku lögreglunnar hefur einnig verið kölluð á staðinn.

Sem stendur eru samingamenn lögreglunnar að ræða við bankaræningjana. Það var einn af starfsmönnum bankans sem tókst að komast undan sem lét lögreglu vita af bankaráninu.

Fregnir herma að bankaræningjarnir hafi komið á vettvang á vespum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×